Hlíðarberg
Hlíðarberg 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 578-4300, Netfang: hlidarberg(hjá)hafnarfjordur.is
Leikskólastjóri: Ólafía Guðmundsdóttir
Fjöldi nemenda er 95 og fjöldi starfsmanna er 32.

Leikskólinn Hlíðarberg er staðsettur í Setbergshverfi í Hafnarfirði og tók til starfa 25 mars 1993. Hann er fimm deilda og í honum geta dvalið 95 börn samtímis. Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla frá 2008 . Leikskólinn er rekinn af Hafnafjarðarbæ og hefur Mennta og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar eftirlit með fag og rekstrarlegum þáttum hans.

Annirnar í leikskólanum eru þrjár, þ.e. haust vor og sumarönn og tekur starfið mið af þeim Leikskólinn er lokaður í sex virka dag á ári vegna skipulagsdaga. Gefið er út leikskóladagatal í upphafi hvers skólaárs þar sem hefðbundnir viðburðir leikskólans koma fram og þeir menningarviðburðir sem leikskólinn tekur þátt í.