Skýrsla vegna umsóknar um Græn fánann 2014

Umhverfissáttmáli

Umhverfisstefna

 • Hvað er að vera á Grænni grein?

  Þá er leikskólinn að vinna að því að fá leyfi til að flagga Grænfánanum. Með verkefninu er vitund barnaog starfsfólks efld um umhverfismál. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

  Markmið grænfána verkefnisins eru að :

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.

  • Efla samfélagskennd innan skólans.

  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan og utan leikskólans.

  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.

  • Veita börnunum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

  • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.

  • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

  Hvað er Grænfáni?

  www.eco-schools.org). Verkefnið hefur verið í gangi á Íslandi frá árinu 2001. Stýrihópur um Grænfána er Landvernd til fulltingis um allt sem viðkemur verkefninu. Skólar á grænni grein þurfa að hafa tekið a.m.k. sjö eftirfarandi skref til bættrar umhverfisstjórnunar til að fá Grænfánann.

  Hver eru skrefin sjö?

  1. Að stofna umhverfisnefnd skólans sem skipuleggur og stýrir verkefninu. Nefndin heldur reglulega fundi, þar eru skráðar fundargerðir.

  2.Að meta stöðu umhverfismála í skólanum t.d. með aðstoð sérstaks gátlista. Matið á að ná til fjölmargra þátta. Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt matinu.

  3.Að gerð sé áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum út frá upplýsingum úr matinu á stöðu umhverfismála. Mikilvægt er að skólar setji sér raunhæf markmið, forgangsraði þeim og hafi í huga að ekki þarf að ná öllum markmiðum í einu - verkefnið heldur stöðugt áfram. Best er að setja sér fá og skýr markmið og gjarnan að einhverju leyti mælanleg.

  4.Að sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum sem á að tryggja að settum markmiðum sé náð, þau viðurkennd og þeim fagnað og ný markmið sett.

  Þessi þáttur á einnig að tryggja stöðuga umhverfismenntun í skólanum.

  5.Að fræða börnin um umhverfismál stefna á að börnin fái markvisst nám í samræmi við þemun t.d. orku, vatn og úrgang.

  Allur skólinn tekur mið af verkefninu t.d. með því að spara vatn, flokka úrgang og minnka rusl.

  Byggja skal á námsskrá eftir því sem við á og

  bæta viðeigandi þáttum inn í skólanámskrá í samræmi við umhverfisstefnu.

  6.Að kynna stefnu sína út á við og fá aðra með. Skóli með umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélag í samræmi við Staðardagskrá 21. Skólarnir eru hvattir til að tengjast öðrum stofnunum til að læra af reynslu þeirra og sérþekkingu. Skólarnir eru einnig hvattir til að hafa samfélagið umhverfis í huga við gerð markmiða. Alls kyns opnar sýningar á verkum barnanna og kynningar í skólanum eða í fjölmiðlum upplýsa samfélagið um framgang verkefnisins.

  7.Að setja skólanum formlega umhverfissáttmála sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í umhverfismálum og umhverfismennt og framtíðarsýn. Mikilvægt er að sáttmálinn sé unninn í samvinnu allra sem að skólanum standa og að hann sé vel kynntur innan skólans og utan.

  Þegar skrefin sjö hafa verið stigin getur skóli sótt um að fá Grænfánann.

  Skólinn getur tekið sér þann tíma sem hann vill til að ná þessum markmiðum.
  Þegar fáninn blaktir við hún er haldið áfram. Nýtt umhverfisráð er kosið sem setur sér ný markmið og keppist við til að skólinn fái Grænfánann endurnýjaðan eftir tvö ár. Þegar því marki er náð fær skólinn leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólinn heldur áfram góðu starfi í umhverfismálum.

  Heimildir:

  Skólanámskrá Hlíðarbergs

  Landvernd.http://landvernd.is/graenfaninn/