Maja er leikskólakennari og starfsmaður við sérkennsludeild leikskólans. Hún vann á Hlíðarbergi ´93-97, kom aftur til starfa í ágúst 2002 og hefur unnið í leikskólanum allar götur síðan.
Ólafía er leikskólastjóri. Hún er stúdent frá Flensborg 1983. Lauk námi frá Fósturskóla Íslands 1986. Framhaldsnám í uppeldis og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands 2001. Hóf störf á Hlíðarbergi í júní 1993
Steinunn er leikskólakennari og starfar í sérkennsludeild. Hún þjálfar og kennir börnum við skólann. Hún hóf störf á Hlíðarbergi í september 2003. Steinunn er öryggistrúnaðarmaður á Hlíðarbergi