news

Starfsafmæli

12 maí 2022

Í gær fengu 19 starfsmenn hafnarfjarðarbæjar viðurkenningu fyrir 25 ára starf. Þeirra á meðal var hún Lísa okkar. Lísa C Harðardóttir hóf störf fyrir Hafnarfjarðarbæ í leikskólanum Álfabergi. Hún kom til starfa við Leikskólann Hlíðarberg í september árið 1997 og hefur starfað hér óslitið síðan. Hún hefur starfað á yngri, mið og elstu deild. Lísa er heiðarleg með góðan húmor. Hún er staðföst, þrautseig og áreiðanleg, Lísa hefur tekið að sér ýmis verkefni í leikskólanum s.s verið trúnaðarmaður, skipulag námsferða, setið í umhverfisnefnd og nú síðast deildarstjórn. Helstu áhugamál hennar eru útivera og náttúra. Þau eru ófá námskeiðin sem hún hefur sótt ásamt vinnufélögum um náttúru, jarðfræði, veðurfar, fugla og útikennslu sem hún hefur síðan miðlað til barna og samstarfmanna af smitandi áhuga. Við í leikskólanum Hlíðarbergi erum heppinn að hafa notið hæfileika hennar og haft hana í okkar liði.