news

Gleðilegt ár 2022

07 Jan 2022

Við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum kærlega fyrir samstarf á liðnu ári. Árið 2022 fer af stað með áframhaldandi viðbúnaði vegna covid19. Um jólin kom upp smit á tveim deildum en náðu þau ekki að dreifa sér. Nú í byrjun árs eru síðan nokkur börn og starfsmenn í sóttkví vegna smita í fjölskyldu eða nánasta umhverfi. Við þökkum foreldrum fyrir skilning á grímuskyldu og takmörkuðum samskiptum með fjarlægðarmörkum í leikskólanum. Við þreyjum þorrann saman og hlökkum til betri tíðar.