news

Elstu börnin útskrifast

03 Jún 2022

Í ár útskrifuðust 23 börn úr leikskólanum. Útskriftin var haldin miðvikudaginn 1.júní á afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar í sal leikskólans. Börnin sungu fyrir foreldra og gesti, síðan var börnunum afhent útskriftarskjal og rós. Eftir útskriftina var farið yfir á Tröllahlíð þar sem boðið var upp á glæsilegar veitingar í boði foreldra. Börnin stóðu sig vel og voru glöð með daginn sinn.

Flest eru börnin búin að vera hjá okkur frá því þau byrjuðu í leikskóla önnur hafa síðan bæst í hópinn. Þau eru búin að læra margt í leikskólanum og við búin að læra margt af þeim.

Við óskum þeim og fjölskyldum þeirra góðs gengis í framtíðinni og þökkum fyrir góð og skemmtileg ár með þeim.

Við kveðjum þau með gleði og söknuði.