news

Á nýju ári.

14 Jan 2022

Í dag var rafmagnslausi dagurinn hjá okkur. Börnin mættu með vasaljós og skemmtu sér vel við að leika með vasaljósin í myrkrinu.

Það er ansi fámennt hjá okkur í leikskólanum núna 2 deildar eru í sóttkví. 4 starfsmenn eru með covid og nokkrir í sóttkví. Á morgun laugardag eiga allir sem eru í sóttkví að fara í PCR próf. Mjög mikilvægt er að láta okkur vita um leið og niðurstöður úr prófinu berast olafia@hafnarfjordur.is. Þannig getum við áætlað hvernig næsta vika lítur út og skipulagt okkur, hvað varðar starfsfólk og fjölda barna.

Við óskum ykkur sem eruð að glíma við covid góðum bata.