Fundargerð aðalfundar foreldrafélags leikskólans Hlíðarbergs 2022.

Dagsetning og staður: Haldinn 2. nóvember 2022 kl. 20:00 í sal Leikskólans Hlíðarbergs.

Þann 2. Nóvember s.l. var aðalfundur Foreldrafélags Hlíðarbergs haldinn á leikskólanum. Á fundinum voru almenn aðalfundarstörf afgreidd skv. fundargerð.

Nýjr foreldrar í stjórn:

  • Abigail Nana Akua Afriyie
  • Martyna Polak

Árið 2018 var samþykkt að hækka gjöldin um 250 kr, í 3,750 kr, vegna almennra hækkunnar á þeim atburðum sem foreldrafélagið sér um að greiða fyrir. Við sjáum fram á að sú upphæð muni halda sér en skuli vera endurmetin á aðalfundi 2023.

Greiðsluseðlar eru sendir út um miðjan nóvember.

Fundargerð

  • 1.Starfsárið: Sandra formaður fer yfir starfsemi síðasta árs.

Foreldrafélagið tók þátt í eftirfarandi atburðum á liðnu starfsári: Jólaskemmtun barnanna, jólagjafir barnanna frá jólasveininum, söngvasyrpa frá Leikhópinum Lottu í tilefni af afmæli Leikskólans og sumarhátíð barnanna. Einnig styrkti foreldrafélagið útskriftarferð eldri barna í Vatnaskóg.

  • 2.Ársreikningur Farið yfir ársreikning liðins árs.
  • a.Ógreidd gjöld eru um 22,500 kr.
  • b.Ákveðið að hafa árgjald félagsins óbreytt; 3,750kr – 50% afláttur fyrir systkini.
  • c.Rukkun var send út í vikunni, og svo verður sent út í mars.
  • d.Eyddum aðeins meira en kom inn á þessu ári því að ekki tókst að eyða öllu á fyrra ári vegna COVID takmarkanna. Stefnan er að enda alltaf sem næst núlli.
  • Hannes gjaldkeri fór yfir ársreikninga félagins og lagði þá til samþykktar. Ársreikningur var samþykktur einróma. Sjá afrit neðar.

  • 3.Lagabreytingar - Engar lagabreytingar lagðar fram.
  • 4.Skipan í stöður
  • a.Sandra Gestsdóttir heldur áfram sem formaður eitt ár.
  • b.Hannes Guðmundsson heldur áfram sem gjaldkeri eitt ár.
  • c.Hrafnhildur Kristinsdóttir og Björg Birgisdóttir sitja einnig áfram fram að vori.
  • d.Nýjir í stjórn: Abigail & Martyna
  • 5.Önnur mál
  • Ræddum aðeins jólagjafirnar, búin að fá nokkrar auglýsingar en ætlum að skoða aðeins betur.

Fundi slitið klukkan: 20.30

Við hlökkum til samstarfsins í vetur,

Fyrir hönd stjórnar,

Sandra Gestsdóttir, formaður


Fundargerð aðalfundar foreldrafélags leikskólans Hlíðarbergs 2021.

Dagsetning og staður: Haldinn 17. nóvember 2021 kl. 20:00 í sal Leikskólans Hlíðarbergs

Dagskrá:

  • 1.Skýrsla stjórnar.

Fríða Björg formaður stjórnar foreldrafélagsins flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2020-2021. Foreldrafélagið tók þátt í eftirfarandi atburðum á liðnu starfsári: Jólaskemmtun barnanna, jólagjafir barnanna frá jólasveininum og sumarhátíð barnanna. Einnig styrkti foreldrafélagið útskriftarferð eldri barna í Vatnaskóg.

  • 2.Ársreikningar félagsins
  • Hannes Guðmundsson, gjaldkeri fór yfir ársreikninga félagins og lagði þá til samþykktar. Ársreikningur var samþykktur einróma.
  • 3.Kjör stjórnarmanna
  • Úr stjórn gengur Fríða Björg Leifsdóttir.
  • 4.Önnur mál
  • Ekki voru önnur mál tekin fyrir á aðlafundi.
  • Fundi slitið kl. 20:30
  • F.h. stjórnar
  • Fríða Björg Leifsdóttir, formaður

Aðalfundur foreldrafélags október 2017

foreldrafélag2018 (1).pdf