Hafnarfjörður, 12.10.2018

Kæra foreldri / forráðamaður barns(a) á Hlíðarbergi.

Þann 09. október s.l. var aðalfundur Foreldrafélags Hliðarbergs haldinn á leikskólanum. Á fundinum voru almenn aðalfundarstörf afgreidd m.a. kosning nýrra stjórnarmanna og ákvörðun um breytingu á félagsgjöldum.

3 foreldrar koma nýir inni í stjórn foreldrafélagsins sem er skipuð á eftirfarandi hátt:

Alma Jónsdóttir - Gjaldkeri

Elfa Björg Aradóttir

Lára Hafberg - Ritari

Hulda Júlíana Jónsdóttir

Þorgeir Jónsson

Örn Ingólfsson

Harald Björnsson

Fríða Björg Leifsdóttir - Formaður

Sandra Gestsdóttir

Samþykkt var að hækka félagsgjöld fyrir hverja önn um 250 krónur, úr 3.500 krónum í 3.750 krónur. Þessi hækkun er komin til vegna hækkunar á almennu verðlagi á þeim atburðum sem foreldrafélagið sér um að greiða fyrir. Sem fyrr er veittur systkinaafsláttur 50% fyrir hvert systkini.

Greiðsluseðlar verða sendir út til foreldra/forráðamanna um miðjan nóvember.

Við hlökkum til samstarfsins með ykkur í vetur.

Bestu kveðjur,

Fríða Björg Leifsdóttir