news

Föstudagspostur 24.06

24 Jún 2016

Kæru foreldrar


Veðrið er búið að vera misgott þessa vikuna en við létum rigninguna ekki stoppa okkur og fórum út alla dagna í vikunni stundum bæði fyrir og eftir hádegi.

Krakkarnir eru búnir að vera rosa duglegir að klæða sig sjálfir í og úr fötunum í fataklefanum og eru margir farnir að geta gert það alveg sjálfir á meðan aðrir þurfa smá hjálp.

Í gær var sumarhátíð í leikskólanum og var starfið í gær aðeins öðruvísi heldur en vanalega. Við vorum úti mest allan daginn og fengum að borða svo grillaðar pylsur og djús í hádegismat en borðuðum við það úti. Það voru allir málaðir og var kanínan mjög vinsæl. Eftir hvíldina var farið aftur út þar sem hátíðin var haldin með foreldrum. Dagurinn gekk rosa vel og allir skemmtu sér.

Í næstu viku verður svo aðlögun fyrir krakkana sem eru að fara yfir á Klettahlíð, Edda Karen mun fara með börnin yfir og vera með þeim nokkra daga.

Við viljum minna á að fara yfir körfurar frammi og fylla á þær ef þess þarf.

Góða helgi

Starfsfólk Dvergahlíðar