news

Vikan 7. - 11. september

12 Sep 2020

Vikan 7. – 11. September

Álfahlíð

Krakkanir á Álfahlíð hafa haft nóg fyrir stafni í þessari viku. Blær vinabangsin okkar á Hlíðarbergir kom til baka á Álfahlíð alla leið frá Ástralíu þar sem hann er búinn að vera í sumarfríi. Hann varð fyrir því óláni að villast á leiðinni og var týndur í hrauninu rétt hjá leikskólanum. Ólafía leikskólastjóri kom með bréf á Álfahlíð og í bréfinu voru leiðbeingar hvar hann mögulega gæti verið. Krakkanir drifu sig af stað að leita af Blæ og hjálpa honum komast aftur til baka á Álfahlíð.

Einnig hafa þau farið í salinn að hreyfa sig. En hver og ein deild á salinn einu sinni á dag í klukkutíma.

Klettahlíð

Krakkanir á Klettahlíð hafa líka haft nóg fyrir stafni. Þau lærðu nýtt hljóð með Lubba sem var Ee . Þau fóru líka í göngutúr að tína laufblöð og voru dugleg að fara út að leika ásamt því að leika inn á deild og mála í listasmiðju.

Álfahlíð, Klettahlíð og Tröllahlíð fóru svo saman á fyrsta söngfund haustsins inn í sal á föstudaginn


Dvergahlíð

Krakkarnir á Dvergahlíð brölluðu margt skemmtilegt saman. Þau fóru í salinn, út að leika og léku sér líka inn á deild.


Takk fyrir vikuna og góða helgi =)

.