news

Vikan 31. - 4. sept

04 Sep 2020

Frábær vika að baki á Hlíðarbergi.

Álfahlíð

Eldri hópurinn á Álfahlíð fór í sína fyrstu vettvangsferð og fóru þau gönguferð upp í kastala að leita að sniglum. Börnin fundu marga snigla sem fengu fara með þeim til baka á leikskólann. Einnig er Lubbi vinur þeirra komin til baka úr sumarfrí og er málhljóð vikunar Ee.

Tröllahlíð

Börnin á Tröllahlíð hafa verið að velta fyrir sér orðum um vindinn og hver er munurinn á roki og logni hvað er gola og ofasarok. Í vinnustund fóru börnin í vísindastöð og horfðu m.a á verðurmynd og fengu þá frábæru hugmynd að búa til vindpoka sem þau ætla að hengja upp í garðinum á Tröllahlíð til að geta fylgst með vindinum.


Takk fyrir vikuna og góða helgi, sjáumst hress á mánudaginn.