news

Föstudagsfrétt

13 Ágú 2021

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú er leikskólastarfið að komast í eðlilegt horf eftir sumarfrí. Börn og starfsfólk að skila sér til starfa eftir yndislegt sumar. Við bjóðum ný börn og foreldra velkomin til okkar á Hlíðarberg.

Börnin eru byrjuð á sínum deildum og vinirnir smá saman að koma úr fríi. Aðlögun er hafin á börnum sem eru að flytjast milli skóla. Aðlögun á nýjum börnum hefst í lok ágúst og byrjun september með fyrirvara um að starfsfólk skili sér (covid) úr fríi og nýtt starfsfólk komi til starfa.