Aðalfundur foreldrafélagsins

05 Okt 2017

Foreldrafélag Leikskólans Hlíðarbergs

Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. okt klukkan 20:00

Gott samstarf heimilis og skóla er afar mikilvægt og öflugt foreldrastarf er einn grundvöllur slíks samstarfs. Foreldrafélagið heldur aðalfund á hverju hausti þar sem kosin er stjórn skipuð amk átta foreldrum, tveimur af hverri deild. Kjörin stjórn velur sér síðan formann, gjaldkera og ritara. Markmið foreldrafélagsins er að styðja við bakið á því starfi sem fram fer innan veggja leikskólans og starfa í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk að því að börnunum líði sem best.

Á aðalfundinum er einnig kosið í foreldraráð sem skipað er þrem foreldrum en foreldraráð gefur umsagnir og fylgist með framkvæmd skólanámskrá og starfáætlunar.

Við hvetjum foreldra til að mæta.

Dagskrá skv 8. Grein starfsreglna

8. gr.

a)Skýrsla stjórnarformanns um starfsemi félagsins.

b)Reikningar félagsins.

c)Kosning stjórnar.

d)Lagabreytingar.

e)Ákvörðun félagsgjalda.

f)Önnur mál.

Kaffi og með því í boði J